Ályktun bæjarstjórnar vegna boðaðra aðgerða í fiskviðistjórnun

 Í gær, þriðjudag sammæltist bæjarstjórna Grundarfjarðar um eftirfarandi ályktun vegna boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar í fiskveiðistjórnun:   Sjávarútvegur er undirstaða atvinnurekstrar í Grundarfirði. Áríðandi er að halda aflaheimildum í byggðarlaginu og standa vörð um störf. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir víðtækum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem munu hafa áhrif á afkomu þeirra sem starfa við sjávarútveginn. Bæjarstjórn Grundarfjarðar varar alfarið við áformum ríkisstjórnarinnar um að fyrna aflaheimildir útgerða sem stefnir atvinnuöryggi og velferð íbúa Grundarfjarðar í mikla óvissu. Nauðsynlegt er að skapa vinnufrið um sjávarútveg með því að ná sátt um stjórn fiskveiða. Allar breytingar á fiskveiðistjórnun ber að gera með varúð og í fullu samráði við hagsmunaaðila. Óvissa um starfsgrundvöll sjávarútvegsins og illa ígrundaðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu hafa strax neikvæð áhrif á samfélagið og fyrirtæki munu óhjákvæmilega halda að sér höndum hvað varðar uppbyggingu, viðhald og þróun rekstrar.   Bæjarstjórn Grundarfjarðar, 12. maí 2009

5Rytma dans og ný sýn á heilsu

Helgina 15. – 16. maí næstkomandi verður boðið upp á 5Rytma námskeið í Grundarfirð og í tengslum við það verður sýnd heimildarmynd um nýjan skilning á mannslíkamanum og heilsu.

FSSF auglýsir starf félagsráðgjafa

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laust til umsóknar starf félagsráðgjafa við stofnunina.   Nánari upplýsingar má finna hér.

Barna - og fjölskylduguðsþjónusta

Hér má sjá auglýsingu.  

Húsnæði fyrir líkamsræktarstöð

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar vill með auglýsingu þessari kanna hvort til staðar séu áhugasamir aðilar sem hefðu hug á að setja upp líkamsræktarstöð í Grundarfirði.  Í boði er, ef samningar takast, húsnæði á neðri hæð í íþróttahúsi bæjarins sem er rúmlega 180 fermetrar að stærð.  Íþróttahúsið er að Borgarbraut 19. 

Kynning á stefnumótun í ferðaþjónustu

Á vegum Grundarfjarðarbæjar hefur á liðnu ári verið unnið að stefnumótun í ferðaþjónustu. Verkefnið hófst með því að haldnir voru opnir samráðsfundir með áhugasömum bæjarbúum, ferðaþjónustuaðilum og fleirum. Ráðgjafarfyrirtækið ALTA stýrði fundunum og vann stefnumótunina m.a. úr þeim efnivið sem þannig fékkst, auk þess sem fulltrúar bæjarins og ferðaþjónustuaðilar hafa lagt sitt af mörkum. Bæjarstjórn mun taka stefnumótun til endanlegrar afgreiðslu innan skamms en afrakstur vinnunnar verður kynntur á fundi sem haldinn verður í Sögumiðstöðinni fimmtudaginn 7. maí kl. 20:00.

Sagnalist í Grunnskólanum

Sögur og sagnalist eru elsta leið mannsins til að læra og miðla þekkingu og reynslu.  Það er því vel við hæfi að vinna sérstaklega með sagnalistina í skólastarfi, sem er orðið algengt víða erlendis og aðeins byrjað að ryðja sér til rúms hér á landi.     

Foreldrar !!!!

Er okkur sama hvað börnin okkar eru að gera í íþróttum? Ef ekki sýndu ábyrgð í verki og mættu á fyrirlestur hjá Jóhanni Inga Gunnarssyni íþróttasálfræðingi.  Mun hann halda fyrirlestur um hegðun ungs fólks í íþróttum, t.d. efla sjálfstraust, áragnurssinnað hugarfar og hvatningu alla leið.  Jóhann Ingi mun vera í Grunnskóla Grundarfjarðar 7 maí og verður dagskráin eftirfarandi: Kl. 16:00 Börn frá 11 ára ( 1998 ) sem stunda íþróttir Kl. 17:00 þjálfarar,  íþróttakennarar Kl. 18:00 Foreldrar og ráð innan UMFG Vonumst til að sjá sem flesta, börn og foreldra því þetta er einn liður í að efla íþróttalífið í Grundarfirði. Kveðja Stjórn Ungmennafélags Grundarfjarðar