Viltu halda hátíð?

  Félag Atvinnulífsins í Grundarfirði leitar nú af áhugasömum aðila til að taka að sér að skipuleggja og stýra bæjarhátíð Grundfirðinga, Á Góðri Stund í Grundarfirði. Hátíðin í ár verður haldin dagana 23. – 25. júlí.   Áhugasamir hafi samband við Jónas V. Guðmundsson markaðsfulltrúa (s:430-8500/899-1930 – n:jonas@grundarfjordur.is) fyrir mánudag 8. febrúar n.k.

Dagur leikskólans

Menntamálaráðuneytið, Félag leikskólakennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli hafa sameinast um að tileinka leikskólanum ákveðinn dag ár hvert og  var 6. febrúar valinn þar sem frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín þann dag árið 1950. Markmið Dags leikskólans er: Að gera þegna þjóðfélagsins betur meðvitaða um þýðingu leikskóla fyrir börn. Að skapa jákvæða ímynd um leikskólakennslu og auka áhuga fólks á starfinu. Að beina athygli þjóðarinnar að stöðu leikskólans, gildi hans fyrir menningu og þjóðarauð. 

Pub Quiz nr 11 í kvöld

Handbolti handbolti handbolti   Handbolti er þemað í kvöld og hefst kráarviskan kl 21:00 á Kaffi 59. Verð er aðeins 500 kr. á mann og rennur allur ágóðinn óskiptur til Meistaraflokks Grundarfjarðar. Við hvetjum alla til að mæta því að þetta er rosalega gaman. Baldur Orri er spyrill kvöldsins og kemur til með að massa þetta.   Meistaraflokksráð. 

Fatasöfnun til styrktar hjálparstarfi á Haítí

Nokkrir nemendur FSN hafa, í samstarfi við Rauða kross deildirnar á Snæfellsnesi, hafið fatasöfnun fyrir bágstadda á Haítí.   Hér fylgir fréttatilkynning frá hópnum:   Sólardagar verða haldnir í Fjölbrautaskóla Snæfellinga þann 11. - 12. febrúar nk.  Þar verður brotið upp hefðbundið skólastarf með því að skipuleggja fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir nemendur en um leið höfum við ákveðið að láta gott af okkur leiða.