Menntamálaráðuneytið, Félag leikskólakennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli hafa sameinast um að tileinka leikskólanum ákveðinn dag ár hvert og  var 6. febrúar valinn þar sem frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín þann dag árið 1950.

Markmið Dags leikskólans er:

  • Að gera þegna þjóðfélagsins betur meðvitaða um þýðingu leikskóla fyrir börn.
  • Að skapa jákvæða ímynd um leikskólakennslu og auka áhuga fólks á starfinu.

Að beina athygli þjóðarinnar að stöðu leikskólans, gildi hans fyrir menningu og þjóðarauð. 

Nú í febrúar er ýmislegt verið að bralla fyrir utan daglegt starf hér í Leikskólanum Sólvöllum.  5. febrúar ætla nemendur og starfsfólk leikskólans að fara í gönguferðir um bæinn með fána og blöðrur og syngja og  þannig vekja athygli á leikskólanum í tilefni af Degi leikskólans.  Og  elstu nemendurnir fara í heimsóknir í Bókasafnið einu sinni í viku, nemendur úr Framsveitinni fara í heimsókn í Fellaskjól.   Þorrablótið verður haldið miðvikudaginn 10. febrúar og hefst með skemmtiatriðum nemenda (f. 2004-2007) kl. 10:30 í Samkomuhúsinu og síðan verður Þorramatur í boði leikskólans.  Þá eru viðburðir tengdir Bollu-, Sprengi- og Öskudegi og í tilefni konudagsins er konum sérstaklega boðið í heimsókn í leikskólann föstudaginn 19. febrúar.

 

                                                                          LEIKSKÓLINN SÓLVELLIR