112 Dagurinn

Þann 11. febrúar verður 112 dagurinn haldinn með látum hér í Grundarfirði. Viðbragðsaðilar í Grundarfirði ætla að taka rúnt um bæinn klukkan 14:00 og svo verður opið hús á slökkvistöðinni frá klukkan 14:15 - 16:00.  

Hundahreinsun

Hundahreinsun verður í Áhaldahúsi Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, miðvikudaginn 8 febrúar klukkan 13:00 - 15:00. Verkstjóri sími: 438 6423  

Glæsileg kvikmyndahátíð framundan

Glæsileg kvikmyndahátið er framundan og nóg um að vera.   Extreme Chill tónleikar og rafstuð á föstudeginum og ball með Möggu Stínu og Hringjum á laugardeginum á Kaffi 59.   Teiknimyndir fyrir börnin og pakkfull dagskrá  alþjóðlegra stuttmynda í Samkomuhúsinu auk fyrirlesturs frá heiðursgesti hátíðarinnar Isabelle Razavet.

Söngskemmtun í Grundarfjarðarkirkju 8. febrúar

Grundfirsk - Pólsk skemmtun sjá nánar auglýsingu hér.

Kirkjukór Grundarfjarðar leggur land undir fót

Kirkjukór Grundarfjarðar leggur land undir fót  4.-11.maí nk. og er ferðinni heitið til Frakklands. Farið verður í rútu um Bretagne skagann og aðalviðkomustaðurinn er vinabær okkar Paimpol.Þeir sem áhuga hafa á að slást með í förina er bent á  að hafa samband við undirritaðar sem veita nánari upplýsingar.Herdís Björnsdóttir gsm 847-6680Kati Toth gsm 849-3841Hjördís Bjarnadóttir gsm 893-3388

Karlakaffi í dag

Minnum á Karlakaffið í dag í verkalýðsfélagshúsinu Borgarbraut 2, klukkan 14:30.

Félags-og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir lausa til umsóknar stöðu félagsráðgjafa við stofnunina

Félags-og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir lausa til umsóknar stöðu félagsráðgjafa  við stofnunina.  Starfssvið:          Barnavernd og    félagsþjónusta Umsækjendur þurfa að hafa: ·       Starfsbundin réttindi félagsráðgjafa. ·       Samstarfsvilja til þverfaglegs starfs starfsmanna FSS ·       Getu til að hefja störf sem fyrst!   Umsóknir er tilgreini menntun, persónuupplýsingar, fyrri störf og 2 umsagnaraðila berist á póstfangið: Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga, Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður,Klettsbúð 4, 360  Snæfellsbæ, ellegar á netfangið sveinn@fssf.is.   Umsóknarfrestur er til 23. febrúar 2012  

Bæjarstjórnarfundur

146. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 9. febrúar 2012 í Samkomuhúsinu og hefst hann kl. 16:30.    fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkominir að koma og fylgjast með fundinum.   Dagskrá fundarins:  

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans, féttabréf frá leikskólanum Sólvöllum má sjá  hér. 

Augnlæknir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á HVE Grundarfirði fimmtudaginn 23. febrúar n.k. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, sími 432 1350.