Bókaverðlaun barnanna 2012

Foreldrar hjálpið börnunum að finna bækur ársins 2011 svo þau geti kosið bestu barnabókina fyrir 19. mars.  6-12 ára börn (og þau sem eru orðin 13 ára á árinu) fá kjörseðla í grunnskólanum og í bókasafninu. Veggspjöldin eru í grunnskólanum, bókasafninu, leikskólanum, Hrannarbúð og Samkaupum. Sjá einnig á vef Borgarbókasafnsins sem sér um verkefnið. Tvær þátttökuviðurkenningar verða afhentar á skólaslitum grunnskólans í vor. Sjá fréttasíðu bókasafnsins, maí-júní síðustu fjögur árin.