Hið árlega páskaeggjabingo UMFG

Hið árlega páskaeggjabingo UMFG verður haldið fimmtudaginn 22. mars næstkomandi í sal  Fjölbrautaskóla Snæfellinga. BINGOIÐ hefst stundvíslega klukkan 17.00. Spjaldið er á 500 kr. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Gleðilega páska Stjórn UMFG  

Karlakaffi

Minnum á karlakaffið í dag klukkan 14:30 í húsi Verkalýðsfélagsins. 

Menningarráð Vesturlands auglýsir

 Menningarráð Vesturlands auglýsir stofn- og rekstrarstyrkir til menningarmála.( Styrkir sem Alþingi veitti áður) Tilgangur styrkjanna er að stuðla að því að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs.  Styrkveiting miðast við árið 2012. Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 30. mars. 2012 Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur ásamt umsóknarformi er að finna á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands www.menningarviti.is

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Á morgun, miðvikudaginn 14. mars klukkan 20:00, verður hin árlega lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar haldin hátíðleg í Ólafsvíkurkirkju. Þar munu dömurnar í 7. bekk, sem unnu keppnina hér í Grundarfirði, Álfheiður Inga, Kristbjörg Ásta og Svana Björk, keppa við nemendur frá Stykkishólmi og Snæfellsbæ. Það eru að sjálfsögðu allir velkomnir að koma og hlýða á þennan skemmtilega viðburð.    

Samningur um að stofna svæðisgarð á Snæfellsnesi

Í dag, 7. mars, verður skrifað undir samstarfssamning sem leggur drög að stofnun svæðisgarðs á Snæfellsnesi. Svæðisgarðurinn verður eign allra Snæfellinga, en þeir aðilar sem hafa tekið að sér að leiða verkefnið og undirbúning eru sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi; Snæfellsbær, Stykkishólmsbær, Grundarfjarðarbær, Eyja- og Miklaholtshreppur og Helgafellssveit, og félög sem eru samnefnarar í atvinnulífi á svæðinu; Ferðamálasamtök Snæfellsness, Snæfell - félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi, Búnaðarfélag Staðarsveitar, Búnaðarfélag Eyja- og Miklaholtshrepps og Búnaðarfélag Eyrarsveitar, ásamt SDS, Starfsmannafélagi Dala- og Snæfellsnessýslu. Áhugasamir aðilar um velferð Snæfellsness eru velkomnir í hópinn.

Bæjarstjórnarfundur

147. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldnn í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 8. mars 2012, kl. 17:00. Fundir bæjarstjórnar eru opinir og er öllum velkomið að koma og fylgjast með þeim.

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í miðrými Grunnskóla Grundarfjarðar s.l. fimmtudag og voru 8 upplesarar að þessu sinni. Stóðu nemendur sig með stakri prýði og frábært að sjá hversu miklum framförum þeir voru búnir að ná á þeim tíma, frá því byrjað var að æfa textana.  

Karlakaffi í dag

Minnum á Karlakaffið í dag klukkan 14:30 í Verkalýðsfélagshúsinu. 

Northern Wave hátíðin

Northern Wave hátíðin var haldin í fimmta sinn um helgina. Hátíðin fór vel Lavaland hannaði verðlaunagripinn fram en rúmlega 200 manns sóttu hátíðina.  Verðlaunaafhendingin var haldin á lokadegi hátíðarinnar, í dag sunnudag, og voru veitt verðlaun að upphæð samtals 200.000 krónur fyrir bestu alþjóðlegu stuttmyndina (80.000kr) bestu íslensku stuttmyndina (80.000kr) og fyrir besta íslenska tónlistarmyndbandið (40.000kr) en Gogoyoko.com gaf einnig 50 evru inneign á Gogoyoko.com auk 12 mánaða premium áskrift á síðuna.      

Tilkynning vegna fiskiveislu Northern Wave

Vegna mikils fiskerís í Grundarfirði og þ.a.l. plássleysis í Fiskmarkaði Grundarfjarðar þessa dagana,færist Fiskiveislan frá Fiskmarkaði Grundarfjarðar yfir í G.RUN (Sólvöllum 2) , bakhús á móti Hótel Framnes!!