Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftirfarandi stöðu.

Starfsmaður í ræstingar í Grundarfirði, 35% staða í rúma 8 mánuði. Starfsmaður í ræstingar í 35% stöðu. Vinnutíminn er seinnipart dags. Ráðið verður í stöðuna frá 1. september 2012 til 25. maí 2013.   Umsóknir skulu hafa borist Ólafi Tryggvasyni, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði eða á netfangið olafur@fsn.is fyrir 30. ágúst 2012. Nánari upplýsingar gefur Ólafur Tryggvason húsvörður, sími: 891-8401, netfang: olafur@fsn.is. Umsóknarfrestur er 30. ágúst 2012. Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi SFR og ríkisins.   Á vef skólans www.fsn.is má finna ýmsar upplýsingar um skólann. Skólameistari  

Afmæli Grundarfjarðar

Þann 18. ágúst 1786, gaf Danakonungur út tilskipun um að sex verslunarstöðum væri veitt kaupstaðaréttindi. Kaupstaðirnir voru Grundarfjörður, Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri, Eskifjörður og Vestmannaeyjar. Kaupstaðirnir sex áttu að verða miðstöðvar verslunar, útgerðar og iðnaðar hver í sínum landshluta. Auk þess áttu þeir að vera aðsetur ýmissa opinberra embættismann og stofnana. 

Skólabyrjun

Grunnskóli Grundarfjarðar hefst miðvikudaginn 22. ágúst. Nemendur  2.-10. bekkjar mæta til umsjónarkennara kl. 10.00 en umsjónarkennari 1. bekkjar verður í sambandi við foreldra og boðar þá í viðtal ásamt barni þennan dag. Kennsla hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst.    Heilsdagsskólinn   Heilsdagsskólinn hefst fimmtudaginn 23. ágúst.  Skráning í heilsdagsskólann fer fram hjá ritara í síma 4308550 milli kl. 08.00 og 14.00.  Gjald fyrir hverja stund er kr. 240 og gjald fyrir síðdegishressingu er kr. 135.     Boðið verður upp á heitar skólamáltíðir frá og með 1. september.  Fram að þeim tíma er æskilegt að nemendur sem eru í skólanum eftir hádegi hafi með sér nesti.   Skólastjóri  

Upphaf skólastarfs í FSN haustönn 2012.

Nýnemar (nemendur sem útskrifuðust úr 10. bekk grunnskóla nú í vor): Nýnemar mæta á sérstakan kynningardag – nýnemadag – föstudaginn 17. ágúst kl. 10:00. Þar verður farið yfir helstu þætti skólastarfsins. Þeir nemendur sem eiga fartölvur eru beðnir um að koma með þær. Gert er ráð fyrir að dagskrá nýnemadags ljúki um kl. 14:00.   Rútur á nýnemadag frá Stykkishólmi (íþróttamiðstöð) kl. 09:30, frá Hellissandi (N1) kl. 09:30, frá Rifi kl. 09:33, frá Ólafsvík kl. 09:40. frá Bíldudal 9:30 og Tálknafirði 9:40. Heimferð frá FSN kl. 14:00   Stundatöfluafhending/birting verður 17. ágúst kl. 11:00 – 12:30.   Skólasetning og fyrsti kennsludagur á haustönn 2012 er miðvikudagurinn 22. ágúst kl. 8:30. Að lokinni skólasetningu hefst kennsla samkvæmt stundatöflu.   Töflubreytingar verða 23.-29. ágúst.   Enn eru nokkur pláss laus fyrir nemendur sem vilja stunda nám við Fjölbrautaskóla Snæfellinga.   

Ljósmyndasamkeppnin 2012

Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2012 er enn í fullum gangi.   Þema samkeppninnar í ár er Fólkið í bænum. Myndirnar verða að vera teknar innan sveitarfélagsmarka og á tímabilinu apríl til september. Samkeppnin stendur til 30. september 2012 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir. Sjá nánar í fyrri auglýsingu hér.   Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu myndirnar. Fyrstu verðlaun eru 50.000 kr., önnur verðlaun 30.000 kr. og þriðju verðlaun 20.000 kr. Tilgangur keppninnar er að Grundarfjarðarbær komi sér upp góðu safni mynda úr sveitarfélaginu til að nota við kynningarstarf og annað sem viðkemur starfsemi bæjarins.   Myndir valdar af þátttakendum verða sýndar á ljósmyndasýningu sem haldin verður á Rökkurdögum í október 2012.  

Hjól í óskilum

Hjól hefur verið í óskilum hjá Áhaldahúsi Grundarfjarðar síðan á bæjarhátíðarhelginni "Á Góðri Stund". Eigandi hjólsins getur vitjað þess hjá starfsmönnum Áhaldahússins í síma 692 - 4343.  

Bókasafn Grundarfjarðar

Sumartími. Ágúst   2. ágúst Lokað 9. ágúst Opið kl. 13-18 16. ágúst Opið kl. 13-18 20. ágúst Vetraropnun hefst  Fyrirspurnir  má senda á bokasafn @ grundarfjordur.is.