Menningarráð Vesturlands auglýsir menningarstyrki fyrir árið 2013. Umsóknarfrestur rennur út 18. nóvember 2012.

Stofn og rekstrarstyrkir. Tilgangur styrkjanna er að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Stuðla að nýsköpun í menningarstarfsemi og styðja við starfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á Vesturlandi. Umsækjendur geta verið , félög, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi.  

Langar þig að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt?

Helgina 5.-7. október ætlar ungmennaráð UMFÍ og 0% að hittast og eyða saman helginni á Laugum í Sælingsdal. Öll ungmenni á aldrinum 16-30 ára sem vilja hittast og skemmta sér án vímuefna eru velkomin.      

Rauði kross Íslands

Vinna við verkefnið „Föt sem framlag“ ungbarnapakka til Hvíta- Rússlands hefst fimmtudaginn 20.09.2012 milli kl 14 – 16, í salnum við bókasafnið á Borgarbraut. Allir velkomnir til hjálpar við þetta verkefni. Okkur vantar sérstaklega efni í teppi, (gamla náttsloppa, stórar fleece peysur) eða annað sem breyta má. Einnig eru vel þeginn öll föt á ungbörn, samfellur, peysur, húfur, buxur, þykka sokka.   Grundarfjarðardeild rauða kross Íslands

Bæjarstjórnarfundur

151. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 13. september 2012, kl. 16:30.  

Bókasafn Grundarfjarðar

  Aðstaða til lestrar og samveru.   Kíkið á vefsíðu bókasafnsins   Opið:   Mánudaga - fimmtudaga kl. 15:00-18:00  

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól

Aðalfundur verður haldinn á heimilinu þriðjudaginn 11.09.2012 Kl. 20:30 Venjuleg aðalfundarstörf, horft til framtíðar!