Bæjarstjórnarfundur

156. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í samkomuhúsinu fimmtudaginn 10. janúar 2013, kl. 16:30.   Dagskrá: 

Hirðing á jólatrjám

Starfsmaður áhaldahúss mun sjá um að hirða jólatré eftir kl. 16 mánudaginn 7. janúar. Jólatrjám þarf að vera komið fyrir við lóðarmörk.   Hirðing mun einnig eiga sér stað síðar í vikunni. Ennfremur er bent á gám fyrir utan gámastöð sem er aðgengilegur allan sólarhringinn.    

Þrettándagleði í Grundarfirði sunnudaginn 6. janúar

Við  byrjum á að hittast kl. 16:30 við netaverkstæði G.Run. Opið verður í flugeldasölu klakks frá 15:00-17:30.   Klukkan 17:30 göngum við fylktu liði frá netaverkstæðinu að bílastæði við grunnskólann, þar taka á móti okkur ýmsar kynjaverur. Syngjum og dönsum saman. Heitt kakó, flugeldar og skemmtum. Fólk er hvatt til að koma með blys eða kyndla, vera í búningum við hæfi, virkja dans-og söngvöðva, skemmtum okkur saman.