Rauði kross Íslands Grundarfjarðardeild

Vinna við verkefnið „Föt sem framlag“ ungbarnapakkana 0 – 12 mánaða, til Hvíta- Rússlands heldur áfram fimmtudaginn 05.09.2013. kl 13:00, í salnum við bókasafnið á Borgarbraut.   Allir velkomnir að kíkja til okkar eða leggja hönd á plóg við þetta verkefni.      Okkur vantar sérstaklega efni í teppi, (gamla náttsloppa, stórar fleece peysur) eða annað sem breyta má, falleg sængurver og handklæði. Einnig eru vel þeginn öll föt á ungbörn, samfellur, peysur, húfur, buxur, þykka sokka.   Munið eftir verkefni Rauðakrossins „Föt sem framlag“  þegar hafist verður handa við vorhreingerningarnar, koma má með efnin/fötin á fimmtudaginn eða á Markaðinn til Steinunnar sem mun veita þeim viðtöku.    

Aðalfundur

Aðalfundur Dvalarheimilisins Fellaskjóls vegna ársins 2012 verður haldinn að Fellaskjóli 10. september nk. og hefst kl.20.30. í kaffistofu heimilisins.   Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf. Aðildarfélög eru hvött til að senda fulltrúa á fundinn, allir velkomnir.   Grundarfirði 2.sept. 2013 Stjórnin.