Sorphirða

Íbúar Grundarfjarðarbæjar eru vinsamlegast beðnir um að moka vel frá sorptunnum til að auðvelda starfsmönnum aðgengi að þeim.   Mikilvægt er að íbúar reyni að liðka fyrir sorphirðu eins og kostur er. Ef ekki er unnt að komast að sorptunnu með þokkalegu móti er hætt við að ekki verði losað.  

Úrslit í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2014

Í ár eins og síðustu ár hefur Grundarfjarðarbær staðið fyrir ljósmyndasamkeppni. Tilgangur keppninnar er að safna myndum til birtingar. Myndefnið í ár var „Fólk að störfum". Alls bárust 37 myndir frá 10 þátttakendum. Úrslit keppninnar voru tilkynnt á aðventudegi kvenfélagsins Gleym mér ei, þann 30. nóvember síðastliðinn. Eins og síðustu ár voru veitt peningaverðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar. 50 þúsund fyrir fyrsta sætið. 30 þúsund fyrir annað sætið og 20 þúsund fyrir þriðja sætið.     Verðlaunahafar ársins 2014 eru: 1. sæti: Sunna Njálsdóttir 2. sæti: Sverrir Karlsson 3. sæti: Hrafnhildur Jónasdóttir  

Íþróttamaður ársins 2014

Tilkynnt var um kjör á íþróttamanni ársins 2014 við hátíðlega athöfn á árlegum aðventudegi kvenfélagsins Gleym mér ei, sunnudaginn 30. nóvember. Að þessu sinni voru fimm einstaklingar tilnefndir.     Aldís Ásgeirsdóttir: Blak Freydís Bjarnadóttir: Fótbolti Jón Bjarni Þorvarðarson: Hesteigendafélagið Pétur Vilberg Georgsson: Golf Unnsteinn Guðmundsson: Leirdúfuskotfimi (SKEET)  

Köttur í óskilum

Þessi köttur er í óskilum hjá Áhaldahúsinu. Hafa má samband við Valgeir í síma: 438-6423 eða 691-4343.