Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær auglýsir starf aðalbókara laust til umsóknar. Aðalbókari hefur umsjón með bókhaldi Grundarfjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins. Hann annast bókun fylgiskjala, afstemmingar og aðra úrvinnslu úr fjárhagsbókhaldi, sér um reikningagerð, skýrslugerð og greiningarvinnu úr bókhaldi auk þess að annast uppgjör og áætlanagerð í samvinnu við yfirmann og endurskoðendur.  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga boðar til foreldrafundar.

Fimmtudaginn 11. september kl. 20:00 – 21:30. Fundarstaðir: FSN Grundarfirði og Framhaldsdeild FSN á Patreksfirði. Starfsmenn Fjölbrautaskóla Snæfellinga  kynna starfsemi skólans.   Dagskrá:    

Tillaga að Svæðisskipulagi Snæfellsness 2014-2026

Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi auglýsir, skv. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að svæðisskipulagi fyrir Snæfellsnes. Í tillögunni, sem samanstendur af greinargerð auk umhverfisskýrslu, er sett fram stefna um byggðar- og atvinnuþróun á Snæfellsnesi sem miðar að því að atvinnulífið, þekkingargeirinn og samfélagið nýti sér í auknum mæli þau verðmæti sem felast í náttúru- og menningarauði Snæfellsness og að skipulag og mótun byggðar og umhverfis taki mið af honum. Þannig styrki áætlunin staðaranda og ímynd Snæfellsness og efli atvinnulíf og byggð á svæðinu.  

Breytt fyrirkomulag innheimtu hjá Grundarfjarðarbæ

Grundarfjarðarbær hefur síðustu ár verið með samning við innheimtufyrirtækið Motus vegna innheimtu fasteignagjalda. Með samningi þessum hefur náðst góður árangur, greiðsluhraði aukist og öryggi innheimtu orðið meiri. Ákveðið hefur verið að stíga enn frekari skref í innheimtu gjalda hjá Grundarfjarðarbæ. Frá 1. september mun innheimta annarra gjalda bæjarins einnig fara í gegnum Motus, séu þau ekki greidd innan eðlilegs greiðslufrests. Þetta er í samræmi við Innheimtureglur Grundarfjarðar.Gert er ráð fyrir að meirihluti greiðenda muni ekki finna fyrir þessari breytingu. Markmið Grundarfjarðarbæjar er að auka öryggi innheimtu og greiðsluhraða með þessari breytingu, auk þess að gæta jafnræðis meðal íbúa.   Vonast er til að breytt fyrirkomulag verði til hagsbóta fyrir alla og að viðskiptavinir verði ekki fyrir óþægindum vegna breytinganna. Vakni upp spurningar vegna þessa er viðskiptavinum bent á að hafa samband við bæjarskrifstofu.