Á síðasta ári ákvað íþrótta- og æskulýðsnefnd Grundarfjarðarbæjar að halda forvarnardag í Grundarfirði. Dagurinn 9. september varð fyrir valinu og verður forvarnardagurinn nú haldinn í annað skiptið. Dagskráin í ár er fjölbreytt en markmiðið er að ná til sem flestra.
Í ár verður dagskráin á þessa leið:
Vís gefur nemendur leik- og grunnskóla endurskinsmerki.
Leikskólinn: Börnin í leikskólanum fá heimsókn frá slökkviliði Grundarfjarðar.
Grunnskólinn: Slökkvilið Grundarfjarðar mætir í skólastofur og fer yfir helstu brunavarnir.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga: Þorlákur Árnason, fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu, ræðir við nemendur um það hvernig eigi að finna hæfileikum sínum farveg og markmiðasetningu. Hann mun einnig ræða almennt um forvarnir.
Bæringsstofa: Fræðslu og kynningarfundur CoDA. CoDA er félagsskapur karla og kvenna sem tekst á við meðvirkni sem ákveðið rof í andlegri vitund einstaklings. Fundurinn hefst kl. 20:00. Heitt á könnunni.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd Grundarfjarðarbæjar.