Íbúar Grundarfjarðar orðnir 900 talsins

Gleðilegt er til þess að vita að Grundfirðingum hefur fjölgað um liðlega 3% frá upphafi ársins 2014. Alls voru Grundfirðingar 872 þann 1. desember 2013, en í upphafi ársins 2015 eru þeir orðnir 900.  

Tilkynning frá björgunarsveitinni Klakk

Um leið og við óskum öllum vinum nær og fjær gleðilegs nýs árs auglýsum við opnun á flugeldasölunni hjá okkur. Hún verður opin frá kl. 14:00 - 17:30 í dag, þettándann, í húsi Klakks að vanda.   Bestu kveðjur, félagar í björgunarsveitinni Klakk Grundarfriði    

Jólatré hirt í Grundarfirði

Eins og undanfarin ár mun starfsmaður áhaldahúss Grundarfjarðarbæjar aðstoða bæjarbúa við að fjarlægja jólatré sín. Íbúar skulu koma trjánum fyrir við lóðamörk sín og tryggja að ekki stafi fokhætta af þeim. Starfsmaður mun hirða trén eftir hádegið fimmtudaginn 8. janúar.  

Þrettándabrennu frestað vegna veðurs

Vegna slæmrar veðurspár er þrettándabrennunni sem vera átti þriðjudaginn 6. janúar frestað. Nýr brennutími verður auglýstur síðar.