Vertu með í að móta framtíðina

Íbúafundur um aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar. Mánudaginn 21. nóvember kl.17.15 í samkomuhúsinu.   Sjá nánar hér.   

Íbúð fyrir eldri borgara í Grundarfirði

Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18 er laus til umsóknar. Um er að ræða leiguíbúð með búseturétti og 20% hlutareign. Íbúðin er þriggja herbergja, 70,2 ferm.   Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2016.   Reglur vegna úthlutunar íbúða fyrir eldri borgara   Umsóknareyðublað    

Norræna bókasafnavikan

  Mánudaginn 14. nóvember 2016 hefst Norræna bókasafnavikan í 20. skipti.  Lesum sama bókmenntatexta á sama tíma á öllum Norðurlöndunum. Upplesturinn hefst  kl. 17:00 í Sögumiðstöðinni, kl. fimm.  Athugið breyttan tíma frá fyrri árum. Sjá meira á síðu bókasafnsins.         Lesið á sama tíma fyrir börn og fullorðna.Myndasýning. Takið daginn frá ;-)

21. nóvember - takið tímann frá!

Mánudaginn 21. nóvember nk. (seinnipart dags) verður haldinn opinn íbúafundur í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar. Á fundinum verður kynnt grunnvinna sem farið hefur fram og leitað til íbúa sveitarfélagsins um ýmis mikilvæg atriði sem snerta daglegt líf og framtíðaruppbyggingu. Fundurinn verður auglýstur og kynntur betur fljótlega, en íbúar eru hvattir til að taka tímann frá fyrir skemmtilegan fund!   Grundarfjarðarbær  

Lokun vegna starfsmannadags

Vegna starfsmannadags er bæjarskrifstofan lokuð frá kl. 12:00 föstudaginn 4. nóvember 2016.    

Áningarstaður í Kolgrafafirði

  Færst hefur í vöxt að ferðamenn stöðvi bíla sína við brúna yfir Kolgrafafjörð (og jafnvel á henni), til að njóta fegurðar og náttúru fjarðarins. Bæjarstjórn Grundarfjarðar ákvað því, í samvinnu við landeigendur, að skipuleggja og hanna fallegan áningarstað við brúna þar sem heimamenn og gestir geta notið lífríkis og landslags. Markmiðið er að auka umferðaröryggi og bæta aðstöðu til áningar.