Nemendur 10. bekkjar útskrifaðir úr grunnskóla

    Grunnskóla Grundarfjarðar var slitið í síðustu viku og voru við það tækifæri sextán nemendur útskrifaðir frá skólanum við hátíðlega stund. Nemendur tíunda bekkjar voru kvaddir með blómum og ræðum auk þess sem viðurkenningar voru veittar til þeirra sem sköruðu fram úr á hinum ýmsu sviðum. Þessu glæsilega unga fólki eru færðar kveðjur og hamingjuóskir frá Grundarfjarðarbæ og megi þeim farnast vel um alla framtíð.    

Köttur í óskilum

Þessi köttur er í óskilum hjá Áhaldahúsinu. Eigandi er beðinn um að vitja hans þar eða hringja í síma 691-4343.      

Myndlistarsýning Josée Conan í Sögumiðstöðinni

    Sunnudaginn 5. Júní, á sjómannadaginn, verður opnuð sýning á verkum frönsku listakonunnar Josée Conan í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði. Sýningin hefst klukkan 17:00 og verður listakonan viðstödd opnunina ásamt eiginmanni sínum.  

Sumarnámskeið fyrir börn fædd 2004-2010

    Sumarnámskeið Grundarfjarðarbæjar hefjast mánudaginn 6. júní og verða í boði fyrir börn fædd 2004-2010. Námskeiðin verða í þrjár vikur í júní og tvær vikur í ágúst.   

Kvennahlaup ÍSÍ

Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið 4. júní kl 11 og farið verður frá íþróttahúsinu. Vegalengdir eru eftir því sem hverjum hentar en gengið/rölt/skokkað/hlaupið í góðum félagsskap í c.a. 30 - 45 mín.   Hægt er að nálgast boli hjá Kristínu H. S: 8993043 en verðið er 2000 kr fyrir 13 ára og eldri en 1500 fyrir 12 ára og yngri.    Grundarfjarðarbær býður svo fótfráum skvísum og fótliprum ömmum í sund á eftir.