Lokun gatna vegna malbikunarframkvæmda

Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að taka tillit til þess að nýmalbikaðar götur þurfa að vera lokaðar til miðvikudagsmorgunsins 13. júlí.  

Malbikunarframkvæmdir

Vegna malbikunarframkvæmda sem standa munu yfir frá hádegi mánudaginn 11. júlí og allan þriðjudaginn 12. júlí, verður takmörkuð umferð um Borgarbraut, frá Hlíðarvegi að Grundargötu. Einnig verða framkvæmdir við botnlanga í Sæbóli.   Íbúar eru beðnir um að sýna þessu skilning.