Norðurljósaspá gerir ráð fyrir líflegum norðurljósadansi í kvöld. Virkni þeirra var mikil í gærkvöldi og spár benda til þess að hún verði ekki minni í kvöld.

 

Til þess að norðurljósin sjáist enn betur verður slökkt á götuljósum í bænum í kvöld. Vonandi verða veðurguðirnir hagstæðir þannig að unnt verði að fylgjast með ljósadýrð himinhvolfanna.

Góða skemmtun!