Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18

Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18 er laus til umsóknar. Um er að ræða leiguíbúð með búseturétti og 20% hlutareign. Íbúðin er tveggja herbergja, 57,5 ferm.   Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500.   Sjá nánar reglur vegna úthlutunar íbúða fyrir eldri borgara. Sótt er um með því að fylla út umsóknarform hér fyrir neðan.   Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2017.   Reglur vegna úthlutunar íbúða fyrir eldri borgara   Umsóknareyðublað    

Munum eftir Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2017

     Grundarfjarðarbær efnir nú til ljósmyndasamkeppni í áttunda sinn, árið 2017. Þema keppninnar í ár er veður. Myndirnar verða að vera teknar innan sveitarfélagsmarka á tímabilinu janúar til nóvember 2017 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir.   

Framkvæmdir í fullum gangi í Grundarfirði

     Malbikunarframkvæmdir hófust í Grundarfjarðarbæ í gær en þá var Sæbólið malbikað og er nú orðið eins og fínasta breiðgata. Í dag eru starfsmenn Kraftfags mættir við sundlaugina með vinnuvélarnar til að malbika planið fyrir framan og niður fyrir húsið, að Líkamsræktinni og Tónlistarskólanum. Að framkvæmdum loknum við sundlaug og íþróttahús verður gatan við verbúðir Soffaníasar Cecilssonar malbikuð.