Malbikunarframkvæmdir hófust í Grundarfjarðarbæ í gær en þá var Sæbólið malbikað og er nú orðið eins og fínasta breiðgata. Í dag eru starfsmenn Kraftfags mættir við sundlaugina með vinnuvélarnar til að malbika planið fyrir framan og niður fyrir húsið, að Líkamsræktinni og Tónlistarskólanum.

Að framkvæmdum loknum við sundlaug og íþróttahús verður gatan við verbúðir Soffaníasar Cecilssonar malbikuð.

Steypa var sett í planið við Eldhamra í síðustu viku.