Ráðgjöf vegna umsókna í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi og Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi verða með viðveruvíða um Vesturlands í næstu viku þar sem þau veita ráðgjöf til þeirra sem hyggjast sækja um styrki í Uppbyggingarsjóð Vesturlands.   Þau verða á bæjarskrifstofunni í Grundarfirði þann 11. janúar frá kl. 13-15.   Samtök svietarfélaga á Vesturlandi - Sóknaráætlun Vesturlands 

Kynning á drögum að skipulagsbreytingum vegna Berserkseyrar í Grundarfirði

Unnið er að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015 vegna frístundahúsahverfis á Berserkseyri. Samhliða breytingunni er unnið að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Berserkseyri. Drög að skipulagsbreytingunum verða til sýnis á Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar þann 5. janúar n.k. á milli kl. 13 – 14 en þar verður spurningum svarað og tekið við ábendingum. Í framhaldinu verða drögin til sýnis á opnunartíma bæjarskrifstofunnar, frá kl. 10 til 14 fram til 12. janúar, og aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.grundarfjordur.is.   Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að kynna sér drögin og gera athugasemdir við þau. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 15. janúar 2018  annaðhvort á Borgarbraut 16 eða á netfangið: bygg@grundarfjordur.is.   Skjal 1 - Skjal 2 - Skjal 3 - Skjal 4   Skipulags- og byggingarfulltrúi                                                                                                                   Grundarfjarðar  

Rafbókasafnið okkar

                Almenningsbókasöfn um allt land bjóða nú lánþegum sínum aðgang að Rafbókasafninu. Flestar eru á ensku í formi rafbóka. Hlutur hljóðbóka fer þó ört vaxandi. Vonir standa til að fljótlega muni íslenskar rafbækur bætast í safnið. Sjá meira á síðu Borgarbókasafnsins.   Fáið aðstoð með ný notendanúmer og lykilorð á Bókasafni Grundarfjarðar eða með tölvupósti.  

Þrettándabrenna og flugeldasýning

  Grundarfjarðarbær býður til árlegrar þrettándabrennu laugardaginn 6. janúar kl 17:00 í Hrafnkelsstaðabotni í Kolgrafafirði. Flugeldasýning verður í boði björgunarsveitarinnar Klakks. Álfar munu sveima um svæðið og Foreldrafélag Grunnskóla Grundarfjarðar býður upp á heitt súkkulaði.   Mætum öll og kveðjum jólin saman í Kolgrafafirði!