Unnið er að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015 vegna frístundahúsahverfis á Berserkseyri. Samhliða breytingunni er unnið að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Berserkseyri. Drög að skipulagsbreytingunum verða til sýnis á Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar þann 5. janúar n.k. á milli kl. 13 – 14 en þar verður spurningum svarað og tekið við ábendingum. Í framhaldinu verða drögin til sýnis á opnunartíma bæjarskrifstofunnar, frá kl. 10 til 14 fram til 12. janúar, og aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.grundarfjordur.is.
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að kynna sér drögin og gera athugasemdir við þau. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 15. janúar 2018 annaðhvort á Borgarbraut 16 eða á netfangið: bygg@grundarfjordur.is.
Skjal 1 - Skjal 2 - Skjal 3 - Skjal 4
Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar