Út er komin ársskýrsla Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2004. Það eru komin nokkur ár síðan formleg ársskýrsla var gefin út síðast. Annáll hvers árs, þar sem gefið er yfirlit yfir starfsemi bæjarins og niðurstöður í ársreikningi, hefur hinsvegar birst í ritinu Fólkið, fjöllin, fjörðurinn í þau ár sem það rit hefur komið út.

 

Í ársskýrslunni er að finna umfjöllun um yfirstjórn og starfsemi stofnana bæjarins á árinu 2004, ennfremur lauslega umfjöllun um nokkrar aðrar stofnanir s.s. heilsugæslu, dvalarheimili og fjölbrautaskóla. Niðurstöður ársreiknings birtast í skýrslunni, auk þess sem ýmsar tölulegar upplýsingar eru birtar í myndrænu formi eða í texta. Ljósmyndir eru af viðburðum, fasteignum og bæjarlífi. Í skýrslunni er einnig að finna upplýsingar um starfsmenn og nefndir bæjarins.

 

Texti skýrslunnar er unninn af starfsmönnum bæjarins, forstöðumönnum flestra viðkomandi stofnana. Myndir eru sömuleiðis teknar af bæjarstarfsmönnum, en nokkrar einnig af öðrum ljósmyndurum. Friðbjörg Matthíasdóttir aðstoðaði við efnisöflun, setti upp texta og veitti ráðgjöf. Jói í Steinprenti, Ólafsvík, setti upp skýrsluna, sem var síðan prentuð í prentsmiðjunni Odda.

 

Ársskýrslan hefur verið borin í hvert hús í bæjarfélaginu.