Artak350 Residency í Grundarfirði - Adelina Ivan myndlistamaður frá Rúmeníu (fréttatilkynning)

Verið hjartanlega velkomin á sýningu Artak350 í Grundarfirði!

Gestalistamaður mánaðarins, Adelina Ivan, sýnir ný verk bæði inni á vinnustofunni og úti, nánar tiltekið á salthaug í næsta nágrenni við vinnustofuna að Grundargötu 26 í Grundarfirði.

Verkin á sýningunni eru innsetningar, unnar með blandaðri tækni, málað og teiknað á pappír, textíl og gler.

Adelina Ivan ber saman eftirlíkingu og hið náttúrulega, ásamt því að vitna í form og lögun mannslíkamans í innsetningu sinni. Hún dregur innblástur úr íslenskri náttúru þar sem fjöllin í bakgrunni ramma inn salthaug þar sem komið hefur verið fyrir skúlptúr sem minnir samtímis á línur landslagsins í kring og útlínur mannveru.

Í skissum og teikningum sem hún sýnir á vinnustofu sinni samhliða innsetningunni tileinkar hún verkið síendurteknum hreyfingum þar sem línulegur gangur tímans er afhjúpaður. Huglæg form lýsa tvíhyggju líkamans sem landslagi, auk þess sem þau ná að fanga einfaldleika náttúrunnar í línum. Grundvöllur listrænnar tjáningar Adelinu er félagsleg og menningarleg gagnrýni á hefðbundnar birtingarmyndir kvenlíkamans. Hún notar líkamann til þess að sýna jafnvægi milli styrks og veikleika, varnarleysis og verndar, hverfulleika og varanleika, ásamt því að miðla hugmyndum um hrynjanda og endurteknar hreyfingar.

Adelina Ivan (fædd 1971 í Búkarest, Rúmeníu) útskrifaðist frá Listahálskólanum í Búkarest með MA-gráðu árið 1998. Síðan þá hefur hún sýnt í heimalandinu Rúmeníu, bæði einkasýningar og tekið þátt í samsýningum ásamt því að hafa einnig sýnt víða erlendis, þar á meðal í Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki, Tyrklandi, Tokyo og New York. Þetta er hennar fyrsta sýning á Íslandi.

Dvöl hennar er styrkt að fullu í gegnum ESB-styrk sem er hluti af verkefni ARTAK og RO. Verkefnið er styrkt af EEA Grants 2014-2021 með Rúmeníu í gegnum RO-Menningarverkefni í samvinnu við Artak350.

 
   

 

This project is financed with the support of EEA Grants 2014 – 2021 within the RO-CULTURE Program.

The EEA Grants represent the contribution of Iceland, Liechtenstein and Norway towards a green, competitive and inclusive Europe. There are two overall objectives: reduction of economic and social disparities in Europe, and to strengthen bilateral relations between the donor countries and 15 EU countries in Central and Southern Europe and the Baltics.

The three donor countries cooperate closely with the EU through the Agreement on the European Economic Area (EEA). The donors have provided €3.3 billion through consecutive grant schemes between 1994 and 2014. For the period 2014-2021, the EEA Grants amount to €1.55 billion. More info on: www.eeagrants.organd www.eeagrants.ro

RO-CULTURE is implemented in Romania by the Ministry of Culture through the Project Management Unit. The Programme aims at strengthening social and economic development through cultural cooperation, cultural entrepreneurship and cultural heritage management. The total budget amounts to 34 million EUR. More details are available on www.ro-cultura.ro