Í kvöld, kl. 20.00 verður haldinn opinn kynningarfundur í Grunnskóla Grundarfjarðar um Olweusar- verkefnið og niðurstöður úr könnun sem fram fór í skólanum á tíðni eineltis verðar kynntar. Könnun þessi var framkvæmd meðal nemenda í 4.-10. bekk í desember 2002.  

Einelti hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu og í síðustu viku var sýnd átakanleg mynd í Ríkissjónvarpinu, þar sem fjallað var um einelti og viðtöl við þolendur voru sýnd.

Umsjónarmenn Olweusar-verkefnisins í Grunnskóla Grundarfjarðar birtu grein um verkefnið í síðasta tölublaði Vikublaðsins þar sem þeir hvetja alla foreldra og aðra sem áhuga hafa á málefninu til að nota tækifærið og mæta á fundinn.