Hafið er átak á vegum bæjarins til að handsama óskráða ketti. Auglýst verður eftir eigendum óskráðra katta á heimasíðu sveitarfélagsins og verða þeir aðeins afhentir gegn greiðslu leyfisgjalds og áfallins kostnaðar við handsömun. Óskráðum köttum sem ekki er vitjað innan 5 daga verður lógað.

Kattaeigendur eru hvattir til að kynna sér samþykkt um kattahald í Grundarfirði.