Átaksverkefni fyrir námsmenn sumar 2021

 

Átaksverkefni – sumarstörf fyrir námsmenn með lögheimili í Grundarfjarðarbæ

Grundarfjarðarbær auglýsir laus til umsóknar ný störf; sumarstörf fyrir námsmenn, með stuðningi Vinnumálastofnunar.

Leitað er að áhugasömu fólki með ríka þjónustulund og metnað til að skila góðu starfi. Umsækjendur þurfa að vera 18 ára á árinu eða eldri, hafa verið í námi á vorönn 2021 og að vera skráð í nám á haustönn 2021. Starfstímabil er tveir mánuðir á tímabilinu júní-ágúst 2021.

Laus eru til umsóknar eftirfarandi átaksstörf:

 

 

Menning og sögulegt efni

 

Átaksverkefni í flokkun og skráningu ljósmynda

Starfið felst í skráningu og flokkun ljósmynda úr safni Bærings Cecilssonar í Sögumiðstöð.  

 

Átaksverkefni í félagsstarfi og uppsetningu menningarviðburða

Starfið felst í aðkomu að skipulagningu félagsstarfs og menningarviðburða í Sögumiðstöð.   

 

Átaksverkefni í skönnun fundargerðarbóka

Starfið felst í skönnun fundargerðarbóka bæjarins frá 1906-2000 í Ráðhúsi.  

 

Upplýsingar, kynning og miðlun

 

Átaksverkefni í að vinna efni um bæinn og í þróun upplýsingagjafar um bæinn

Starfið felst í að vinna efni um Grundarfjörð fyrir Wikipediu. Einnig í þróun upplýsingagjafar um bæinn og þjálfun við að veita upplýsingar í upplýsingamiðstöð og víðar.  

 

Umhverfismál; fegrun, ræktun náttúruvernd, byggingamál

 

Átaksverkefni í fegrun bæjarins

Störf sem felast í hreinsun og förgun gamalla girðinga, göngustígagerð, merkingu gönguleiða o.fl.  

 

Átaksverkefni í gróðursetningu

Störfin felast í gróðursetningu trjáa og trjárækt, grisjun o.fl. í samstarfi við Skógræktarfélag Eyrarsveitar.  

 

Átaksverkefni í gerð matjurtagarða og smíðavelli fyrir börn

Starfið felst í að aðstoða við gerð matjurtagarða í sveitarfélaginu, gerð leiðbeininga og stuðningi við grenndargarða og ræktun. Ennfremur aðstoð á smíðavelli (kofabyggð) fyrir börn.

 

Átaksverkefni í garðvinnu fyrir eldri borgara

Starfið felst í garðvinnu fyrir eldri borgara og öryrkja.  

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness.

Umsóknarfrestur vegna allra starfa er til og með 11. maí nk.

Sótt er um gegnum vefsíðu Grundarfjarðarbæjar, laus störf, hlekkur hér.

 

Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is