Kosið verður til Alþingis laugardaginn 28. október. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin. Í umdæmi Sýslumannsins á Vesturlandi fer hún fram á eftirtöldum stöðum:

Akranes – skrifstofu sýslumanns, Stillholti 16-18, virka daga kl. 10.00 til 15.00
Borgarnesi – skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2, virka daga kl. 10.00 til 15.00
Búðardal – skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11, virka daga kl. 12.30 til 15.30
Eyja- og Miklaholtshreppi, skrifstofu hreppsstjóra, Þverá, virka daga kl. 12.00  til 13.00
Grundarfirði - skrifstofu sýslumanns, Hrannarstíg 2, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 13.00 til 15.00
Snæfellsbæ – skrifstofu Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, virka daga kl. 9.00 til 12.00 og 12.00 til 15.30
Stykkishólmi – skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2, virka daga kl. 10.00 til 15.00.


Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánari samkomulagi við viðkomandi kjörstjóra.