Kosið verður til sveitarstjórna laugardaginn 14. maí 2022. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin í Grundarfirði. 

Kosið er utankjörfundar á opnunartíma bæjarskrifstofu í Ráðhúsi Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, efri hæð (gengið inn að sunnanverðu). Opið er virka daga frá 10:00-14:00. Fimmtudag 28. og föstudag 29. apríl verður þó ekki unnt að kjósa í Grundarfirði, en hægt að kjósa í næstu byggðarlögum. 

Jafnframt verður unnt að kjósa utankjörfundar á kjördag til kl. 17:00, skv. nánari auglýsingu síðar. 

Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara samkomulagi við kjörstjóra, Helgu Sjöfn Ólafsdóttur.

Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað.