Hin vinsæla Fiskiveisla Northern Wave Kvikmyndahátíðarinnar, verður haldin laugardaginn 3.mars næstkomandi. Veislan verður með nýju sniði í ár en nú verður keppt bæði í fiskisúpum og fiskiréttum. Ef þú átt t.d. bestu plokkfisk uppskrift í heimi eða kannt að gera gómsæta fiskisúpu eða langar bara að prófa eitthvað nýtt, þá er um að gera að skrá sig. 

Í verðlaun er veglegt gjafabréf sem gildir bæði á Fiskmarkað og Grillmarkað Hrefnu Sætran
Skráðu þig eða hópinn þinn á info@northernwavefestival.com, á facebook síðu Northern Wave eða í síma 7700577.
Við útvegum þér fiskmetið.


Hér má sjá Séra Aðalstein og Línu Hrönn í súpukeppninni á síðasta ári.

ATH! Dagskrá hátíðarinnar er komin á http://northernwavefestival.com/