Atvinnuráðgjafi og menningarfulltrúi SSV verða til viðtals í Sögumiðstöð mánudaginn 4. maí milli kl. 10 og 12.

Verkefni atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa felast m.a. í að vera einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála. Meðal annars er veitt:

  • aðstoð við að greina vandamál
  • leiðbeiningar um hvar er hægt að fá aðstoð, bæði fjárhagslega og tæknilega frá stoðkerfum atvinnulífsins
  • aðstoð við gerð umsókna til sjóða
  • aðstoð við gerð rekstrar- og kostnaðaráætlana.
  • aðstoð við markaðsmál

Tímapantanir eru í síma 895-6707 - en svo má líka koma í Sögumiðstöðina og hitta á þau þar.

Utan viðverutíma er alltaf hægt að hringja í skrifstofu SSV eða senda tölvupóst og óska eftir viðtali.

SSV