Kristín Björg Árnadóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Atvinnuráðgjöf Vesturlands frá og með 1. nóvember n.k. Hún mun hafa ferðamál sem sitt sérfag, en hún lauk námi í markaðshagfræði í janúar sl. frá Vitus Bering skólanum í Horsens, Danmörku.

 

Kristín Björg er fædd og uppalin í Grundarfirði, en býr ásamt fjölskyldu sinni í Snæfellsbæ.

 

Hún verður með viðtalstíma á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar frá kl. 09:00-12:00 eftirtalda daga fram að áramótum, en auk þess er hægt að hafa samband við hana í síma 436 6900:  

Nóvember

9

Fimmtudagur
Nóvember

23

Fimmtudagur
Desember

7

Fimmtudagur
Desember

21

Fimmtudagur