- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Atvinnuráðgjöf Vesturlands er með kynningu í Grundarfirði í dag. Allir fjórir atvinnuráðgjafarnir verða á ferðinni og heimsækja fyrirtæki á staðnum og í kvöld verður opinn fundur á Hótel Framnesi um atvinnu- og byggðamál. Fundurinn hefst kl. 20.30 og mun Atvinnuráðgjöfin kynna starfsemi sína.
Auk þess verður sérstakur gestur fundarinsdr. Grétar Þór Eyþórsson, framkvæmdastjóri Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri. Hann mun kynna rannsóknir sem unnar hafa verið við Háskólann á Akureyri, m.a. um byggðamál, um stoðgreinar sjávarútvegs og um sameiningu sveitarfélaga.
Fólk er hvatt til að mæta og fræðast um þá þjónustu sem sveitarfélög á Vesturlandi bjóða íbúum sínum upp á í gegnum Atvinnuráðgjöfina og til að heyra um fróðlegar rannsóknir á þáttum sem snerta alla íbúa, ekki síst á landsbyggðinni.