Af vef Skessuhorns 30. júní 2009:

Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur auglýst eftir tilboðum í rekstur mötuneytis við skólann. Opnunartími þess verður frá 9.00 – 15.30 virka daga og verður boðið upp á morgunmat og heita máltíð í hádeginu, ásamt öðrum veitingum. Nemendur við skólann eru um 200 og starfsmenn um 30. Vettvangsskoðun og kynningarfundur verður í skólanum fimmtudaginn 9. júlí 2009 klukkan 16.00.  Óska má eftir útboðsgögnum frá skólameistara, Skúlínu Hlíf Kjartansdóttur, með tölvupósti:  skulina@fsn.is– eða í síma 693 4967.