Samkvæmt samþykkt bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar þ. 4. júlí 2007 er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi Framness austan við Nesveg skv. 25. gr. laga nr. 73 / 1997 m.s.br.  Skipulagssvæðið afmarkast af Nesvegi og nýrri götu „Bryggjuvegi”.  Deiliskipulagstillagan nær til lóðanna nr. 4 - 14 við Nesveg.  Skipulagsreitir í tillögunni eru R6 og R9.  Deiliskipulagstillagan felur m.a. í sér breytingar á stærðum lóða og breytingu á blandaðri notkun lóða á skipulagssvæðinu.  Deiliskipulagstillagan er í samræmi við samþykkta landnotkun í aðalskipulagi þéttbýlis Grundarfjarðarbæjar 2003 - 2015.

 

Tillagan verður til sýnis á heimasíðunni og á bæjarskrifstofunni Grundargötu 30, Grundarfjarðarbæ, frá og með 6. september til og með 4. október 2007. Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til fimmtudagsins 18. október 2007.  Skila skal skriflegum athugasemdum til umhverfisnefndar Grundarfjarðarbæjar á skrifstofu bæjarins.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.

 

Hér má sjá tillögu að deiliskipulagi Framness austan við Nesveg

 

Grundarfjarðarbæ, 6. september 2007,

Grundargötu 30, 350 Grundarfjörður.

__________________________________

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri.