Uppfærður deiliskipulagsuppdráttur

Auglýsing á niðurstöðu bæjarstjórnar vegna uppfærðrar tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ölkeldudal

Þann 3. maí s.l., samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðar að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ölkeldudal skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var hún auglýst í frá 15. júní til og með 29. júlí sl. í Lögbirtingarblaðinu, Skessuhorni og vefsíðu sveitarfélagsins skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Einnig var hægt að kynna sér innihald hennar í Ráðhúsinu og Sögumiðstöðinni í Grundarfirði. Opinn kynningarfundur var haldinn 21. júní sl. í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði.

Þann 24. nóvember sl. samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar uppfærða tillögu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga með minniháttar lagfæringum sem gerðar voru til þess að koma til móts við athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Þeim sem lögðu fram athugasemdir á auglýsingartíma tillögunnar hefur verið svarað og verður gert viðvart um auglýsingu þessa á niðurstöðu bæjarstjórnar hér á vefsíðunni.

Tillaga þessi að deiliskipulagsbreytingu með minniháttar breytingum eftir auglýsingartíma verður nú send til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tekur síðan gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Vakin er athygli á málskotsrétti skv. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála nr. 130/2011, en þar er kveðið svo á að þeir sem lögvarða hagsmuna eiga að gæta er heimilt að kæra stjórnvaldsákvarðanir. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu deiliskipulagstillögu í B- deild Stjórnartíðinda. Þeim sem gerðu athugasemdir við tillöguna verður gert viðvart þegar tillagan hefur tekið gildi.

Í samræmi við 2. mgr. 31. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er niðurstaða bæjarstjórnar hér með auglýst ásamt samþykktum deiliskipulagsuppdrætti.

Virðingarfyllst

Kristín Þorleifsdóttir

Skipulagsfulltrúi