Með vísan í 1. málsgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingu á gildandi deiliskipulagi framhaldsskólalóðar við Grundargötu í Grundarfirði.

 

Svæðið sem tillagan tekur til;

Tillagan tekur til svæðis sem liggur frá Grundargötu milli lóða nr. 42 og 50 að Sæbóli milli lóða nr. 11 og 25. Skipulagssvæðið er í landi Grundarfjarðarbæjar.

 

Breytingin felst í eftirfarandi;

Gildandi deiliskipulag nær yfir 6.265 m² svæði milli lóða nr. 42 og 50 við Grundargötu. Þar var gert ráð fyrir 5.890 m² lóð fyrir framhaldsskóla og tengda starfsemi. Austan við lóðina var gert ráð fyrir göngustíg en grænu svæði vestan við hana. Í nýrri deiliskipulagstillögu er gert ráð fyrir að svæðið stækki til norðurs að Sæbóli. Svæðið er nú 9.216 m² og lóð fyrir framhaldsskóla og tengda starfsemi stækkar jafnframt í 8.722 m². Göngustígur austan lóðarinnar helst óbreyttur en græna svæðið nær nú að Sæbóli.

 Deiliskipulag Framhaldsskóðalóðar við Grundargötu sem áður var samþykkt, fellur úr gildi.

 

Deiliskipulagssvæðið er 9.216 m² að stærð og gerir ráð fyrir lóð fyrir framhaldsskóla og starfsemi tengda honum.  Framhaldsskólinn verður staðsettur við Grundargötu, sem er stofnvegur.

Pósthús er vestan lóðarinnar en austan hennar eru veitingastaður og íbúð með verslun á jarðhæð. Við norðurhluta svæðisins, við Sæból, er íbúðarbyggð. Skv. fornleifaskráningu sem unnin var sumarið 1998 eru engar fornminjar á svæðinu.

 

Uppdráttur ásamt greinargerð með frekari upplýsingum liggja frammi á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, á skrifstofutíma, frá og með 25. febrúar til 24. mars 2004.

 

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.

Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skriflegar og berast á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, eigi síðar en 7. apríl 2004. 

Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna innan tilskilins frests, teljast vera samþykkir henni.

 

 

Skipulags- og byggingarfulltrúinn

Grundarfirði