Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi  12. maí 2016 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi  samkvæmt  43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagsbreytingin felst í því að ný sumarhúsalóð, merkt 6, er skilgreind norðan við lóð 5. Lóðin er 1050 m² að stærð og innan byggingarreits er heimilt að reisa 75 m² sumarhús. Mesta leyfilega hæð mannvirkis verður 5m. Sjá nánari upplýsingar í deiliskipulagstillögu.

Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg hér á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16 á skrifstofutíma kl: 10-14 frá 1. júní 2016 til 14. júlí 2016 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, hvattir til að kynna sér breytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður, í síðasta lagi 14. júlí 2016

Gunnar Sigurgeir Ragnarsson, Skipulags- og byggingarfulltrúi í Grundarfirði.