Sólvallarreitur - iðnaðarsvæði, tillaga að deiliskipulagi

 

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti þann 1. nóvember 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði á lóð Grundarfjarðabæjar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Sjá teikningu hér

Skipulagssvæðið er á Framnesi og er það skilgreint sem iðnaðarsvæði skv.

gildandi aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015. Svæðið er 1,1 ha að

stærð miðað við mælingu út í miðlínu aðliggjandi gatna. Þrjár lóðir eru á

svæðinu. Við Sólvelli 2, lóð A, er iðnaðarhús en samkvæmt nýju deiliskipulagi er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu á lóð A. Á lóð B við Nesveg 13 er íbúðarhús með tveimur íbúðum og á lóð C við Nesveg 9 stendur einbýlishús.

Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar frá 7. nóvember til og með 14. desember 2017. Tillagan verður einnig aðgengileg á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillöguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar í ráðhúsinu Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður, eða á netfangið bygg@grundarfjordur.is í síðasta lagi þann 14. desember 2017.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar.