Grundarfjarðarbær vinnur að deiliskipulagstillögu fyrir áningarstað vestan við brúna yfir Kolgrafafjörð. Megintilgangur með skipulagningu svæðisins er að bæta öryggi vegfarenda við brúna með því að skilgreina þar áningarstað, stýra umferð fólks um svæðið og vernda náttúru þess.


Á áningarstaðnum er gert ráð fyrir bílastæðum og hjólastæðum, byggingarreit fyrir þjónustubyggingu og aðstöðu til áningar. Ennfremur útsýnispalli á grjótvarnargarði beggja vegna brúar ásamt skýlum til náttúruskoðunar. Þá er gert ráð fyrir gönguleið frá nýjum áningarstað að áningarstað Vegagerðarinnar í grennd við bæinn Eiði. Nánar er vísað í kynningargögn.

 

 

Tillaga að deiliskipulagi

Greinargerð og skipulagsskilmálar

Tillagan er enn á vinnslustigi, en drög að henni liggja nú fyrir og eru auglýst til kynningar fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við gr. 5.6.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Drögin liggja frammi á bæjarskrifstofu á tímabilinu 13.-26. mars 2017, auk þess sem tillögudrögin eru aðgengileg á vef bæjarins, grundarfjordur.is

 

Senda má athugasemdir og ábendingar við drögin á Grundarfjarðarbæ, Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði eða á netfangið bygg@grundarfjordur.is fyrir mánudaginn 27. mars nk.

 

Fullbúin tillaga verður formlega auglýst síðar og gefst þá tækifæri til rýni og athugasemda.