Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga verður haldinn laugardaginn 29. maí n.k. Kjörstaður er í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Kjörfundur stendur frá kl. 10:00 til kl. 22:00. Athygli er vakin á því að kjósendur geta þurft að gera kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum með mynd.

Talning atkvæða fer fram fyrir opnum dyrum í Samkomuhúsinu og hefst um það bil klukkustund eftir að kjörfundi lýkur.

 

Grundarfirði, 25. maí 2010

f.h. kjörstjórnar Grundarfjarðarbæjar

Mjöll Guðjónsdóttir, formaður