Grundarfjarðarbær auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að bjóða í rekstur Kaffi Emils á Grundargötu 35 (Sögumiðstöð).

Um er að ræða rekstur veitingastaðar með einfaldar veitingar þar sem aðaláhersla er lögð á kaffiveitingar. 

Samningstíminn er frá 15. maí til 15. september 2014 með möguleika á framlengingu næstu þrjú sumur.

Umsækjendur verða metnir eftir hæfni og verður þar meðal annars litið til reynslu af þjónustu við ferðamenn, reynslu af veitingarekstri og annarra þátta tengdum þjónustu. Leitað er eftir metnaðarfullum rekstraraðila.

 

Umsóknarfrestur er til og með 26. mars 2014.

 

Tilboðum skal skilað til menningar- og markaðsfulltrúa Grundarfjarðar, netfang: alda@grundarfjordur.is.

 

Menningar-og markaðsfulltrúi veitir allar nánari upplýsingar í síma 895-7110.