Samkvæmt 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingu á aðalskipulagi og við tillögur að deiliskipulagi af fjórum svæðum í Grundarfjarðarbæ.
Tillögurnar voru samþykktar á 120. fundi umhverfisnefndar þann 5. október 2010 og samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar þann 7. október 2010 að auglýsa eftir athugasemdum við tillögurnar sem bera heitið:

1. Tillaga að deiliskipulagi Hjarðarbóls í Grundarfjarðarbæ.
2. Tillaga að deiliskipulagi fyrir íbúða- og frístundabyggð í landi jarðarinnar Háls í

    Grundarfjarðarbæ.

3. Tillaga að deiliskipulagi fyrir Berserkseyri ytri, 2 og 3. Grundarfjarðarbæ.
4. Tillaga að breyttu aðalskipulagi dreifbýlis fyrir jarðirnar Lárvaðal og Skerðingsstaði          

    Grundarfjarðarbæ.

 

 

1.     Endurauglýst deiliskipulagstillaga fyrir frístundabyggð í landi jarðarinnar Hjarðarbóls í 

        Grundarfjarðarbæ.
        Deiliskipulagið er í samræmi við drög að aðalskipulagi dreifbýlis sem liggur fyrir og er jörðin  

        ætluð til frístundabyggðar. Deiliskipulagið tekur aðeins yfir hluta lands Hjarðarbóls. Stærð

        svæðisins er um 5.8 hektarar að stærð. Samkvæmt skipulaginu verður heimilt að byggja 7. 

        frístundarhús.

 

2.     Endurauglýst deiliskipulagstillaga fyrir íbúða- og frístundabyggð í landi Háls í   

        Grundarfjarðarbæ.

        Deiliskipulagið er í samræmi við drög að aðalskipulagi dreifbýlis sem liggur fyrir og er jörðin  

        ætluð til landbúnaðar og til frístundabyggðar. Samkvæmt aðalskipulagi dreifbýlisins er gert    

        ráð fyrir að byggja megi 5. íbúðarhús á lóð.

        Skipulagið nær yfir svæði bæði sunnan og norðan við Snæfellsnesveg



 

3.     Endurauglýst deiliskipulagstillaga fyrir Berserkseyri ytri, 2 og 3. Grundarfjarðarbæ.
        Deiliskipulag Berserkseyrar Ytri 2-3 er í samræmi við Aðalskipulag Grundarfjarðardreifbýli

        2003-2015 og tekur til tveggja aðskyldra landspilda í landi Berserkseyrar. Á Berserkseyri Ytri  

        er heimilt að reisa eitt frístundahús, sem staðsetja skal innan byggingarreits. Á Berserkseyri 

        Ytri 2 er gert ráð fyrir tveimur nýjum lóðum auk þess lands sem tilheyrir íbúðarhúsi og

        útihúsum. Á nýju lóðunum er heimilt að reisa eitt frísundahús innan hvors byggingarreits.

 

4.     Tillaga að breytingu á aðalskipulagi dreifbýlishluta fyrir tvö svæði.

        B2 sem er Skerðingsstaðir. Landnotkun 4,5 ha svæði í landi Skerðingsstaða breytist úr

        landbúnaði í blandaða landnotkun frístundabyggðar og verslunar og þjónustu. Svæðið er

        ætlað fyrir ferðaþjónustu þ.e. gistihús, þjónustu- og veitingahús auk 24ra sumarhúsa. Þar er

        jafnframt gert ráð fyrir svigrúmi til uppbyggingar á útivistaraðstöðu svo sem bætt aðgengi að

        vaðlinum.

        F3 sem er í landi Mýrarhúsa, Króks, Láar og Lárkots, stækki úr 26. ha í 32,5 ha.

        Á svæðinu verður svigrúm fyrir allt að 16 frístundahús í stað 8 húsa áður.

        Þessi fjölgun húsa er að hluta til leiðrétting á gildandi aðalskipulagi. Þar kemur fram 5 hús séu

        á svæðinu en hið rétta er að þar standa nú 10 hús. Í gildandi skipulagi ætti að vera heimild

        fyrir 13 húsum, sem nú fjölgar í 16 hús við breytinguna.

 

 

 

 

Tillögurnar ásamt greinargerðum með frekari upplýsingum, verða til sýnis á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Grundargötu 30, á skrifstofutíma, frá og með mánudeginum 1. nóvember  nk. til og með 29. nóvember 2010. Einnig munu tillögurnar verða aðgengilegar á heimasíðu bæjarins grundarfjordur.is.

 

Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til og með 13. desember 2010. Skila skal skriflegum athugasemdum til umhverfisnefndar bæjarins á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Grundargötu 30. 350 Grundarfirði.

Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna, teljast henni samþykkir.

Grundarfirði, 26. október  2010.

Hjörtur Hans Kolsöe
skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðarbæjar