Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015.

Aðveitustöð – Aðalskipulagsbreyting

 

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi  11.desember 2014 að auglýsa  „Lýsingu“ samkvæmt 1. mgr.  30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Meginmarkmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að bæta afhendingaröryggi raforku á svæðinu með færslu tengivirkis í aðveitustöð og lagningu jarðstrengja, auk þess að færa tengivirki fjær íbúðarbyggð. Markmiðið er einnig að breytingin valdi sem minnstri röskun á umhverfinu til lengri og skemmri tíma. Sjá nánar í lýsingu.

 

Lýsingin verður aðgengileg á vef Grundarfjarðar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 17. desember 2014 til 8. Janúar 2015 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður eða á netfangið bygg@grundarfjordur.is  í síðasta lagi 8. janúar 2014

_____________________________________________________________

 

Auglýsing um nýtt deiliskipulag vestan Kvernár - Aðveitustöð.

 

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi  11.desember 2014 að auglýsa nýja deiliskipulagstillögu  samkvæmt  41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið er áætlað fyrir eina iðnaðarlóð og aðkomu að henni. Á lóðinni sem er 4.900m² að stærð, er heimilt að reisa allt að 620m² byggingu. Hámarkshæð húss er 9.25m frá gólfi jarðhæðar. Skipulagssvæðið sem er rúmir 7.6ha er suðaustan þéttbýlisins og liggur á milli ánna Gilóss og Kvernár. Sjá nánar í deiliskipulagstillögu og greinagerð.

 

Deiliskipulagstillagan og greinagerðin verður aðgengileg á vef Grundarfjarðar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 17. desember 2014 til 29. janúar 2015 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér deiliskipulagið og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður, í síðasta lagi 29. janúar 2014

____________________________________________________________

 

Auglýsing um Breytingu á deiliskipulagi Framness.

 

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi  11.desember 2014 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi  samkvæmt  43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagsbreytingin felst í sameiningu lóða 4b og 6 á Nesvegi í lóð 6. Lóðarmörk lóðar 4 breytist jafnframt á móti lóð 6. Nýtingarhlutfallið breytist úr 0.90 í 0.95. Mesta leyfilega hæð mannvirkis verður 16m. Sjá nánar upplýsingu á breytingu á deiliskipulagi.

 

Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á vef Grundarfjarðar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 17. desember 2014 til 29. janúar 2015 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér breytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður, í síðasta lagi 29. janúar 2014

 

Sigurbjartur Loftsson

Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði.