Grundarfjarðarbær hefur ákveðið að bjóða nemendum Grunnskóla Grundarfjarðar upp á ávaxtaáskrift í skólanum. Gjald fyrir áskrift verður 2.000 kr. á mánuði.

Nemendum stendur til boða hádegisverður í skólanum, í áskrift, en auk þess hefur verið boðið upp á frían hafragraut á morgnana frá því sl. haust.