Þó að formleg dagskrá hátíðarinnar "Á góðri stund" hefjist ekki fyrr en kl. 14 í dag er þegar kominn mikill fjöldi gesta í bæinn.  Hverfin voru skreytt í gærkvöldi og eru öll stórglæsileg yfir að líta.  Mikil stemming var í bænum og fjöldi fólks á ferli fram undir miðnætti.  Tjaldsvæðin í bænum eru þegar orðin þéttsetin og ástæða er til þess að benda á að tjaldsvæði eru einnig á Kverná rétt við þéttbýlið og á Setbergi í Framsveitinni.  Minnt er á útvarpið sem er á FM 104,7.  Góða skemmtun.