Á fundi bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar þ. 22. nóvember sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt:

"Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar ályktar að allt of lengi hafi dregist að efla fjarskiptabúnað í dreifbýli.  Íbúar landsins sitja ekki við sama borð varðandi öryggi og möguleika til þátttöku í upplýsingasamfélagi nútímans.  Bæjarráð skorar á Póst- og fjarskiptastofnun og samgönguráðuneytið að vinna að úrbótum með meiri hraða og á skilvirkari hátt en verið hefur."

Ályktun bæjarráðsins verður komið á framfæri við Póst- og fjarskiptastofnun og samgönguráðuneytið.