Meirihlutasamstarfi Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur verið slitið, en samstarf hefur verið með flokkunum í um ellefu ár. Þreifingar eru hafnar um myndun nýs meirihluta.
Sjálfstæðismenn eiga þrjá fulltrúa í bæjarstjórninni, Framsóknarmenn tvo, listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og óflokksbundinna í Grundarfirði  á einn fulltrúa og J-listi óháðra í Grundarfirði á einn fulltrúa.