68. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í dag,  fimmtud. 27. apríl, kl. 17.00 í Grunnskólanum. Á dagskrá eru meðal annars fyrri umræða ársreiknings bæjarsjóðs og stofnana 2005,  fundargerðir nefnda og ráða, tillaga um tímabundna inntöku yngri barna í leikskólann, breytingar á samþykktum bæjarins um stjórn og fundarsköp, tilboð í Sæból 33-35, erindi stjórnar Félags eldri borgara um húsnæðismál og ýmis gögn til kynningar. Fundurinn er öllum opinn.

 

Bæjarstjóri