- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þriðjudaginn 13. júní nk. verður fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar haldinn í Grunnskólanum. Fundurinn hefst kl. 17:00.
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla kjörstjórnar um sveitarstjórnarkosningarnar.
2. Kjör forseta og varaforseta.
3. Kosning bæjarráðs, skoðunarmanna, nefnda og ráða.
4. Ákvörðun um fundartíma bæjarstjórnar.
5. Ákvörðun um tíðni funda bæjarráðs.
6. Fundargerðir nefnda og ráða.
7. Tilboð Vegagerðarinnar í merkingu bæja í dreifbýlinu.
8. Endurnýjun bifreiðar fyrir áhaldahús.
9. Tillaga um lóðarframkvæmdir á Grundargötu 30.
10. Tillaga um breytingu á gjaldskrá Leikskólans Sólvalla.
11. Erindi vegna listahátíðar ungs fólks.
12. Staðfesting á samningi um kaup á Borgarbraut 18.
13. Liðir til kynningar.
Fundurinn er öllum opinn.
Bæjarstjóri