Reglulegur bæjarstjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember, en ekki 12. nóvember. Bæjarstjórn vinnur nú að því að koma saman fjárhagsáætlun ársins 2021 og þann 12. nóvember verður haldinn vinnufundur bæjarráðs um fjárhagsáætlun. Eins og mörg önnur sveitarfélög, hefur bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar fengið frest til 1. desember hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til að leggja fram fjárhagsáætlun við fyrri umræðu. Síðari umræða fer fram í bæjarstjórn í desember.